Það fer eftir því hvað bingógestir vilja vera lengi og hvað þeir vilja spila á mörg blöð í hverri umferð.
Bingógestur sem ætlar sé að spila á 1 blað í allar umferðir sem spilaðar eru yfir kvöldið borgar 2.450 kr.
Verð á blöðum fyrir hverja umferð má sjá á forsíðunni.
Blöð í aukaumferðina, sem er spiluð fyrst, er hægt að kaupa í anddyri Vinabæjar.
Blöð í aðrar umferðir er hægt að kaupa hjá starfsfólkinu sem eru hlaupandi um salinn.
Í vinning eru aðeins peningar. Á venjulegu kvöldi eru borgaðir út vinningar fyrir að lágmarki 450.000 krónur á hverju bingókvöldi.
Já, í allra fyrstu umferðinni sem kallst aukaumferðin eða "Þitt eigið Bingó" er spilað á blöð sem eru í tvíriti. Á þau blöð velur þú tölur frá 1-75 og setur í reitina.
Þegar klukkan er 19:15 hættir bingóstjórinn selja blöð í þessa umferð og fer þá inn í sal að sækja frumritin hjá bingógestum.
Um leið og búið er að safna saman öllum afritum getur aukaumferðin hafist 🙂
Nei, í Bingó mætir fullt af efnilegu ungu fólki sem spilar af ánægju.
Já, börn eru velkomin svo framarlega að þau séu í umsjón foreldris / forráðamanns og trufli ekki aðra bingógesti meðan bingóið er í gangi.
Nei það er ekki nauðsynlegt.
Hægt er að kaupa penna og lím hjá starfsfólkinu.
Nei, því miður.
Starfsfólki Vinabæjar og bingógestum er með öllu óheimilt að taka frá borð/stóla fyrir aðra bingógesti séu þeir ekki á staðnum.
Það fer alveg eftir því hvað bingógestir ætla að spila lengi.
Ætli bingógestur að spila allt kvöldið er gott að mæta um 18:30 en þá hefst sala bingóblaða og veitingasala.
Gott er þó að hafa í huga að bingógestir geta komið og farið þegar þeir vilja. Þá einfaldlega taka þeir bara þátt í þeim umferðum sem þeir vilja.
Jú að sjálfsögðu má tala og spjalla saman enda á Bingóið að vera skemmtilegt. Gott sem samt að hafa í huga að fólk tali saman á rólegu nótunum svo það trufli ekki aðra bingógesti. Það getur verið svekkjandi að misheyra eða hreinlega missa af tölum ef mikil truflun er í gangi frá öðrum bingógestum.