Hvað er í vinning?
Aukaumferðin
Áður en bingóið hefst gefst gestum kostur á að kaupa blöð í aukaumferðina fyrir kl. 19:15.
Í þessari umferð velja gestir sjálfir sínar uppáhalds tölur frá 1 – 75. Velja þarf 7 tölur og skrifa þær niður á blaðið (sem er í tvíriti) með kúlupenna.
Frumritið er svo rifið frá afritinu og sett til hliðar þangað til bingóstjórinn tekur frumrit af borðum áður en aukaumferðin hefst.
Bingógestir spila því á afritið þar til allar 7 tölurnar hafa verið lesnar upp og þá kallar gesturinn bingó.
Bingó blaðið kostar 150 krónur.
Litli potturinn
Áður en 1. umferð hefst gefst bingógesti kostur á að draga tölu sem verður happatalan fyrir litla pottinn.
Í 1. umferð tekur litli potturinn gildi þegar 2 línur eru spilaðar.
Það þýðir að þegar verið er að spila 2 línur, 3 línur, 4 línur eða 5 línur og heppinn bingógestur fær bingó á happatölunni, fær hann vinningsupphæðina fyrir línuna auk þess sem litli potturinn inniheldur.
Ef potturinn gengur ekki út, bætast 2.000 kr við pottinn fyrir næsta Bingókvöld.