fbpx

Bingóið betra fyrir heilann en bridge og skák

Niðurstöður breskrar rannsóknar á áhrif bingóspilunar á heilastarfsemina

Ef marka má niðurstöður nýlegrar breskrar rannsóknar, er iðkun bingós mjög góð fyrir heilabúið og því eldri sem iðkandinn er því fljótari ætti hann að vera að hugsa, spili hann bingó reglulega. Þetta kemur fram í iðurstöðum rannsóknar sem fram fór á vegum sálfræðideildar háskólans í Southampton i Englandi undir stjórn Julie Winstone, sérfræðings í hugrænum visindum.

Í niðurstöðunum segir að bingó-spilarar séu fljótari og mun nákvæmari en þeir sem ekki spila, hvað varðar hugsanahraða, minni og hæfileikann til þess að greina upplýsingar úr nánasta umhverfi.

Í mars árið 2000 var greint frá því á síðum DV-Heims að umrædd rannsókn stæði til og kom þar fram að rannsóknarverkefnið væri hluti doktorsgráðunáms Julie Winstone. Henni væri ætlað að finna út hvort bingó-iðkun gæti hjápað eldra fólki við að halda við athyglisgáfu og einnig hvort notkunarleysi á athyglisgáfonni tengdist eitthvað hrönun hennar með aldrinum.
Í niðurstöðunum segir að bingó-spilarar séu fljótari og mun nákvæmari en þeir sem ekki spila, hvað varðar hugsanahraða, minni og hæfileikann til þess að greina upplýsingar úr nánasta umhverfi.

Um þrjár milljónir Breta munu stunda bingó reglulega og eru eldri borgarar þar í miklum meirihluta. Spilið gengur hratt fyrir sig og því verða þátttakendur að vera eldfljótir að hugsa um leið og tölur birtast og þá reynir á samspil sjónar og handar sem hingað til hefur verið talið hraka með árunum.

Bingóið hentar betur


Alls tóku 112 manns þátt í rannsókninni, þeir yngri á aldrinum 18 til 40 ára og þeir eldri á aldrinum 60 til 82 ára, en um helmingur hópsins spilaði bingó reglulega.

Að sögn Julie Winstone reyndust þeir sem spila bingó í öllum tilfellum bæði nákvæmari og fljótari að hugsa en þeir sem ekki spila og oft komu þeir eldri betur út en þeir yngri. “Þetta er reyndar i takt við það sem vitað var, að þjálfun hugans sé mikilvæg heilastarfseminni. Það sem kannski kom mest á óvart var að bingó-spilarar, bæði yngri og eldri, höfðu ekki bara forskot í því sem snéri að bingó-spilun, heldur líka flestu öðru sem varðar boðskipti heilans. Þetta sannar að bingóið er ekkert síðra en bridge, skák, púsl eða önnur spil við þjálfun heilastöðvanna og það býr jafnvel yfir margþættara ferli sem gerir það betra við þjálfun heilsans,” sagði Winstone sem harmar minnkandi áhuga á bóngó-spilinu og leggur til að þvi verði meiri gaumur gefinn.

Veitir útrás og ánægju

Kelvin Stacey, sem rekur fjölda spilahalla í Bretlandi og þar á meðal Mecca Bingo, sagði í viðtali við BBC að bingóið væri ekki aðeins gott sem þjálfun fyrir hugann. „Það er bæði áhugavert og spennandi og veitir fólki bæði útrás og
ánægju. Það er því tilvalin skemmtun fyrir fólk á öllum aldri og sérstaklega þá eldri sem ekki hafa úr mörgu að velja. Það lyftir þeim upp og kemur í veg fyrir að það verði að sófakartöflu”,” sagði Stacey.

Guðlaugur Sigmundsson, framkvæmdastjóri fyrir bingóinu í Vinabæ í Skipholti, tók i sama streng þegar hann var spurður um álit sitt á niðurstöðu rannsóknarinnar. „Þetta eru ekki ný vísindi en gott að fá það staðfest hvað bingóið er í raun uppbyggilegt og hollt fyrir hugann. Spilið hefur átt á brattann að sækja í allri samkeppninni, en það er alltaf ákveðinn kjarni fólks á öllum aldri sem sækir bingóið hjá okkur. Það er reyndar- nokkuð misjamt eins og gengur
og gerist eftir árstíðum, en mest er það sótt yfir vetrartímann. Við spilum reglulega þrjú kvöld í viku, á miðvikudögum, fóstudögum og sunnudögum. Hvað varðar snerpu íslenskra bingóspilara, þá sýnist mér hún í goðu lagi, en eins og niðurstaða rannsóknarinnar sýnir, þá er
bingóið holl og góð afþreying sem allir
geta tekið þátt i,” sagði Guðlaugur. -ek

Grein í DV 13. ágúst 2002 – eftir EK