Breyting á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar gera okkur kleift að byrja aftur!
Við getum tekið á móti 100 manns í stóra salnum en ef mikil aðsókn verður þá opnum við litla salinn sem rúmar ca. 50 manns.
Veitingasalan verður lokuð en boðið verður upp á frítt kaffi fyrir þá sem vilja.
- Við byrjum fyrr og hættum fyrr.
- Húsið opnar kl. 17:30
- Sala bingóblaða hefst kl. 18:30
- Bingóið byrjar kl. 19:00
- Spilað er til kl. 22:00 en ekki verður hægt að hleypa inn nýjum gestum eftir kl. 21:00
- Pásan sem hefur verið á milli 6. og 7. umferðar verður styttri en áður.
- Veitingasala lokuð.
- Grímuskylda
- Aukaumferð og 1. umferð detta út. Aðrar umferðir verða spilaðar
- Allir bingógestir þurfa að skrifa nafn, símanúmer og kennitölu á blað við borð.
- Litli salurinn verður lokaður (nema aðsókn verði mikil)
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!