BINGÓ kann ekki einungis að vera hin skemmtilegasta iðja heldur má ætla að það hjálpi fólki að viðhalda andlegri getu sinni. Þessi er að minnsta kosti skoðun Julie Winstone, sem nú vinnur að rannsóknum er tengjast doktorsritgerð hennar í sálarfræði.
BINGÓ kann ekki einungis að vera hin skemmtilegasta iðja heldur má ætla að það hjálpi fólki að viðhalda andlegri getu sinni. Þessi er að minnsta kosti skoðun Julie Winstone, sem nú vinnur að rannsóknum er tengjast doktorsritgerð hennar í sálarfræði. Verkefnið er að kanna hvort bingó-iðkun geti haft jákvæð áhrif á iðkendur til langs tíma litið, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. BINGÓ kann ekki einungis að vera hin skemmtilegasta iðja heldur má ætla að það hjálpi fólki að viðhalda andlegri getu sinni. Þessi er að minnsta kosti skoðun Julie Winstone, sem nú vinnur að rannsóknum er tengjast doktorsritgerð hennar í sálarfræði. Verkefnið er að kanna hvort bingó-iðkun geti haft jákvæð áhrif á iðkendur til langs tíma litið, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC.
Bingó nýtur mikilla vinsælda víða um heim, ekki síst á meðal eldra fólks. Og það er einkum að því sem Julie Winstone beinir sjónum sínum. Hún bendir á að bingó reyni á minnið og sjónina. Að auki þurfi viðkomandi að vera fær um að athuga tölur leiftursnöggt sem aftur reyni á samræmingu sjónar og hreyfingar handa.
Julie Winstone bendir á að það sé einmitt þessi geta sem fari minnkandi er árin færast yfir. Áður hafa langtímaáhrif skákar og brids verið könnuð en þessir leikir reyndust einkum reyna á tileinkaða hæfni sem viðkomandi “geymir með sér”. Þá er um að ræða einstaka leiki/útspil eða röð þeirra sem hægt er að læra og leggja á minnið með tímanum. Slíku er ekki til að dreifa þegar bingó er iðkað, segir Julie Winstone.
Í Bretlandi eru níu af hverjum tíu bingóspilurum eldri en sjötugir og flestir nota tvö spjöld eða fleiri í einu.
Julie Winstone hyggst nú fá hóp fólks til liðs við sig og fylgjast með því hvernig andleg geta þess breytist. Hún telur hugsanlegt að rannsóknir hennar leiði í ljós ágæti bingós þegar að því kemur að viðhalda andlegri getu. Hún telur einnig að rannsóknin geti leitt í ljós hversu reglulega iðka þurfi bingó til að hægja á hrörnun á þessu sviði. “Vel kann að vera að andleg hrörnun stafi að hluta til af því að viðkomandi hæfileikum sé ekki beitt í sama mæli og áður,” segir hún í samtali við BBC og minnir á að líkamsrækt geti hægt á ýmsum neikvæðum hliðum öldrunar. Hið sama kunni að eiga við um andlega þætti þessa ferlis. Þannig sé t.a.m. vitað að nokkur hluti aldraðs fólks fari sjaldan eða aldrei af heimilum sínum nema til að spila bingó.